Hér má sjá rafrænt ferli fyrir alla sem senda inn auglýsingu í Lögbirtingablaðið, einstaklinga og fyrirtæki.
Kerfið gerir ferlið skilvirkara og einfaldara í notkun og býður notendum upp á að fylgjast með stöðu auglýsingar meðan auglýsingin vinnst í ritstjórn.
Einnig býður kerfið notendum að halda á skilvirkan hátt utan um innkallanir svo sem þrotabús og dánarbús sem geta innihaldið margar auglýsingar.
Allir með rafræn skilríki geta sent inn auglýsingu inn í Lögbirtingablaðið.
Umboð - hvernig skrái ég auglýsingu inn í nafni fyrirtækis?
Notandi getur sent inn auglýsingu inn í Lögbirtingablaðið og/eða haft áskrift að Lögbirtingablaðinu í umboði fyrirtækis, stofnana eða einstaklinga.
Til að geta farið inn í umboði annars þarf prókúruhafi viðeigandi kennitölu að gefa viðeigandi einstaklingum umboð í gegnum Ísland.is.
Notandi með prókúru fyrirtækis getur veitt öðrum einstaklingum umboð til að senda inn auglýsingar fyrir viðkomandi fyrirtæki eða félag:
Umboð - hvernig gef ég umboð til að gefa umboð áfram?
Prókúruhafi getur gefið umboð til notenda til að gefa öðrum umboð. Þá fer prókúruhafi í gegnum umboðsferlið hér að ofan og gefur notanda umboð fyrir kerfi Lögbirtingarblaðsins
Greiðslur fyrir auglýsingar
Allar greiðslur fara í hefðbundið greiðsluflæði þar sem við útgáfu á máli stofnast krafa í heimabanka viðkomandi auglýsanda.
Myndbönd með leiðbeiningum fyrir umboð:
Allir geta séð ytri vef Lögbirtingarblaðsins án gjaldtöku. Hægt er að nálgast PDF útgáfur að birtum auglýsingum. Til að nálgast allar auglýsingar sem eru birtar í Lögbirtingarblaðinu þarf að vera áskrifendur.
Áskrifendur Lögbirtingablaðsins
Notendur fá val um að gerast áskrifandi við innskráningu ef ekki er áskrift til staðar. Ef notandi veljur að gerast áskrifandi fer krafa í heimabanka viðkomandi og hægt er að skoða vef Lögbirtingablaðsins strax.
Ef notandi skráir sig inn í umboði fyrirtækis sem er ekki með áskrift, gefur kerfið notendanum kost á að gera fyrirtækið áskrifanda og myndast krafa á kennitölu fyrirtækisins.
Myndbönd með leiðbeiningum fyrir auglýsingakerfi
Algengar spurningar
Hægt er að sækja pdf útgáfu af eldri málum á ytri vef Lögbirtingablaðsins. Einnig er hægt að sækja um áskrift að Lögbirtingablaðinu og geta þá lesið auglýsingar strax við útgáfu. Einstaklingur skráir sig inn með rafrænum skilríkjum, kerfið leiðir notanda í nýskráningu til að gerast áskrifandi ef áskrift er ekki til staðar.
Greiðsla fyrir áskrift er send sem krafa í heimabanka viðkomandi.
Umboð: Einstaklingar sem skrá sig inn í umboði annarra kennitölu en þeirra eigin fær upp þau réttindi sem tilheyra viðkomandi kennitölu. Ef fyrirtæki er ekki með áskrift býðst einstaklingi sem skráir sig inn á grundvelli umboðs að kaupa áskrift fyrir hönd fyrirtækis.
Microsoft Word skjöl og skjöl sem eru vistuð sem .doc/docx.
Allar auglýsingar sem hafa ekki verið gefnar út er hægt að afturkalla.
Hægt er að afturkalla auglýsingu sem hefur verið send inn til ritstjórnar ef hún er ekki útgefin. Með því að afturkalla auglýsingu er henni eitt og ekki hægt að breyta.
Auglýsingar sem eru sendar inn fyrir hádegi geta verið gefið út samdægurs eða á þeim degi sem óskað er eftir. Auglýsingar sem eru sendar inn eftir hádegi fara í útgáfu næsta virka dag eða á þeim degi sem óskað er eftir.
Undir „Mínar auglýsingar“ er yfirlit yfir auglýsingar og mál sem þú hefur sent inn eða ert með í vinnslu. Hægt er að sjá stöðu auglýsinga
Innsendandi fær tölvupóst þegar mál eru gefin út. Einnig er hægt að fylgjast með stöðu mála undir mínar auglýsingar.